Samkvæmt Woolsey, sem ræddi við Wall Street Journal, var ekki rætt um að framselja Gulen til Tyrklands. Gulen hefur verið sakaður af ríkisstjórn Erdogan um að skipuleggja valdaránstilraun í Tyrklandi. Hluti hersins reyndi að ná Erdogan frá völdum síðasta sumar, en það gekk ekki eftir.
Gulen, sem hefur haldið til í Bandaríkjunum frá 1999, þvertekur fyrir að hafa komið að valdaránstilrauninni. Yfirvöld í Tyrklandi hafa margsinnis farið fram á að hann verði afhentur þeim.
Woolsey kom að framboði Trump, eins og Flynn, en segist hafa mætt of seint á fundinn, sem átti sér stað í New York í september. Þar voru meðal annars Flynn, tengdasonur Erdogan og Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands.
Hann segir þá hafa velt fyrir sér leiðum til að koma Gulen til Tyrklands og að það slíkar aðgerðir myndu brjóta gegn lögum Bandaríkjanna. Hann segir þó að umræðan hafi ekki farið lengra en áðurnefndar vangaveltur.