Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Emil á EM síðasta sumar. vísir/getty Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira