Skila líki Kim Jong Nam til Norður-Kóreu

Stjórnvöldum Kim Jong Un hefur ekki verið kennt um verknaðinn á opinberum vettvangi en þeir liggja þó undir grun, samkvæmt frétt BBC.
Sjá einnig: Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni
Ákvörðunin var tekin í kjölfar samningaviðræðna á milli ríkjanna. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu meinað níu manns frá Malasíu að yfirgefa ríkið, en nú fá þau að snúa aftur heim. Fyrr í mánuðinum hafði Malasía lýst yfir vanþóknun sinni vegna þess að Norður-Kórea væri í raun að halda íbúum landsins í gíslingu.
Forsætisráðherra Malasíu segir að rannsóknin á morði Kim Jong Nam muni halda áfram. Búið er að ákæra konurnar tvær fyrir morðið, en þær segjast báðar hafa talið að þær væru að taka þátt í sjónvarpshrekk. Interpol hefur lýst eftir fjórum mönnum frá Norður-Kóreu, sem eru sagðir hafa verið á flugvellinum þennan dag. Þeir eru nú sagðir vera komnir til Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir

Morðið á Kim Jong Nam: Einn grunaðra segir lögreglu hafa hótað að drepa fjölskyldu sína
Ri Jong Chol, einn þeirra sem grunaður er um aðild að launmorðinu á King Jong Nam, segir lögreglu hafa hótað að drepa konu hans og börn ef hann myndi ekki játa þátt sinn í morðinu.

Þáði aðeins um tíu þúsund krónur fyrir að myrða Kim Jong-nam
Konan taldi að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk, ekki banatilræði.

Malasísk yfirvöld reka sendiherra Norður Kóreu úr landi
Malasísk yfirvöld hafa látið í ljósi mikla óánægju með ummæli sendiherrans um rannsóknina á morði Kim Jong-nam.

Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum
Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður.

Starfsmaður flugfélags eftirlýstur
Lögreglan í Malasíu gaf í gær út handtökuskipun á hendur starfsmanni norðurkóreska flugfélagsins Air Koryo. Er sú skipun gefin út í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un.

Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam
Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam.

Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu
Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið.