Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 11:29 Fjórir létust og á annan tug slösuðust í árás mannsins. Vísir/afp Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00
Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57