Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 10:00 Fjölmargir hafa lagt leið sína í miðborg Stokkhólms í morgun til að minnast fórnarlamba. Vísir/EPA Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10