Aung San Suu Kyi vísar ásökunum um þjóðernishreinsanir á bug Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 23:54 Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Mynd:AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30
Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47
Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00