Nýjasta mynd Shia LaBeouf þénaði ígildi eins bíómiða í Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2017 10:55 Shia LaBeouf í Man Down. Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein