Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira