Mikill fjöldi fólks safnaðist fyrir utan verslunina til þess að berja augum á stjörnuna en fáir áttu líklegast von á því að kaupa sér flíkur sem yrðu afgreiddar af henni sjálfri. Rihanna er þekkt fyrir að stíga út fyrir kassann. Það er því nokkuð ljóst að þetta uppátæki hennar hafi slegið í gegn hjá aðdáendum hennar.
