Á páskum Óttar Guðmundsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun