Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Ritstjórn skrifar 12. apríl 2017 09:30 Scarlett Johansson er óhrædd við að segja sína skoðun. Mynd/Getty Leikkonan Scarlett Johansson talaði ekki undir rós þegar hún furðaði sig á forsetadótturinni, Ivönku Trump á Women of the World ráðstefnu um daginn. Hún segir forsetadótturina vera algjöra bleyðu fyrir að þora ekki að láta í ljós skoðanir sínar. Þar sem Ivanka er opinber starfsmaður ætti hún að láta til sín taka fyrir þau málefni sem hún brennur fyrir. Það hefur mikið verið talað um Ivönku og hennar hlutverk í Hvíta Húsinu þar sem hún er nú með skrifstofu. Á dögunum talaði hún um að hennar hlutverk væri að vera aðeins ráðgjafi föður síns í einrúmi, eða á „bak við luktar dyr“. Hún ætlaði ekki að tjá sig um eigin skoðanir eða koma með opinbera gagnrýni á málflutningi föður síns. Mörgum þóttu þessi orð vera furðuleg enda var Ivanka ráðin sem aðstoðarmaður forseta og er því hátt settur opinber starfsmaður. Scarlett segir að ef Ivanka gæti verið innblástur fyrir aðrar konur ef hún mundi sýna raunverulegan styrk sinn. Viðtalið við Scarlett er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Ivanka segist gefa föður sínum ráð í einrúmi.Glamour/AFP Mest lesið Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Meira glimmer, minna twitter Glamour Gabriel Day-Lewis er ný tískustjarna Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Penelope Cruz nær Donatellu Versace vel Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour
Leikkonan Scarlett Johansson talaði ekki undir rós þegar hún furðaði sig á forsetadótturinni, Ivönku Trump á Women of the World ráðstefnu um daginn. Hún segir forsetadótturina vera algjöra bleyðu fyrir að þora ekki að láta í ljós skoðanir sínar. Þar sem Ivanka er opinber starfsmaður ætti hún að láta til sín taka fyrir þau málefni sem hún brennur fyrir. Það hefur mikið verið talað um Ivönku og hennar hlutverk í Hvíta Húsinu þar sem hún er nú með skrifstofu. Á dögunum talaði hún um að hennar hlutverk væri að vera aðeins ráðgjafi föður síns í einrúmi, eða á „bak við luktar dyr“. Hún ætlaði ekki að tjá sig um eigin skoðanir eða koma með opinbera gagnrýni á málflutningi föður síns. Mörgum þóttu þessi orð vera furðuleg enda var Ivanka ráðin sem aðstoðarmaður forseta og er því hátt settur opinber starfsmaður. Scarlett segir að ef Ivanka gæti verið innblástur fyrir aðrar konur ef hún mundi sýna raunverulegan styrk sinn. Viðtalið við Scarlett er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Ivanka segist gefa föður sínum ráð í einrúmi.Glamour/AFP
Mest lesið Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Meira glimmer, minna twitter Glamour Gabriel Day-Lewis er ný tískustjarna Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Penelope Cruz nær Donatellu Versace vel Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour