Dagur Kár: Með liðsheild og baráttu er hægt að færa fjöll og höf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2017 22:00 Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti