Utanríkisráðherra Frakklands segir að sýni sem leyniþjónusta landsins hafi komist yfir sýni fram á að sveitir á bandi Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafi án nokkurs vafa borið ábyrgð á efnavopnaárás í norðurhluta Sýrlands í byrjun mánaðar.
Reuters grenir frá. Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í árás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. Í kjölfar árásarinnar ákvað Donald Trump Bandaríkjaforseti að gera eldflaugaárás á herflugvöll Sýrlandshers, sem var fyrsta beina árás Bandaríkjahers á Sýrland.
Í frétt Reuters kemur fram að franski utanríkisráðherrann Jean-Marc Ayrault segi að frönsk yfirvöld viti fyrir víst að sýnin séu dæmigerð fyrir efni sem þróuð eru á sýrlenskum rannsóknarstofum.
„Þessi aðferð er einkennandi fyrir stjórnina og það gerir okkur kleift að sýna fram á hver beri ábyrgð á árásinni. Við vitum þetta þar sem við geymdum sýni eftir fyrri árásir sem við gátum notað til samanburðar,“ segir Ayrault.
Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad

Tengdar fréttir

Trump: Stuðningur Rússa við Assad mjög slæmur fyrir mannkynið
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega.

Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir engan vafa um að ríkisstjórn Sýrlands eigi enn efnavopn.

Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar
Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013.

Assad sagður ráða yfir hundruð tonna af efnavopnum
Zaher al-Sakat, fyrrverandi hershöfðingi í sýrlenska stjórnarhernum, segir að Bashir al-Assad, sýrlandsforseti og her hans, búi yfir hundruð tonna af efnavopnum