Stysti eigendatími nýrra bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 16:13 8% kaupenda BMW 3-línunnar losa sig við bílinn innan 12 mánaða. Það er ávallt spennandi að taka við lyklunum af nýjum bíl, en sú rómantík á til að gleymast fljótt hjá sumum sem losa sig fljótt við nýja bílinn og fá sér annan. En hvaða bílar ætli það séu sem algengast er að eigendur þeirra losi sig við innan árs. IseeCars í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir þær 10 bílgerðir sem fók losar sig mest við áður en ár er liðið. Á toppi listans trónir BMW 3-línan, en 8,0% þeirra sem kaupa sér þannig bíl eru búnir að losa sig við hann innan 12 mánaða. Við það hefur meðalverðið fallið úr 44.833 dollurum í 36.743, eða um 890.000 krónur. Athygli vekur að verðið fellur æði misjafnlega á milli bílgerða á þessum stutta tíma, mest hjá Chrysler 200, eða um heil 29,9% en um aðeins 6,2% í tilfelli Subaru WRX. Einnig vekur athygli að 6 af þessum 10 bílum eru frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW og Mercedes Benz og aðeins tveir frá bandarískum framleiðandum. Listinn lítur annars svona út: BMW 3-línan 8,0% úr $44.833 í $36.743 890.000 kr. BMW 5-línan 7,5% úr $61.317 í $50.133 1.230.000 kr. Benz C-Class 6,1% úr $49.042 í $39.406 1.100.000 kr. Nissan Versa Note 4,0% úr $16.606 í $13.251 370.000 kr. Dodge Dart 3,9% úr $20.649 í $14.988 620.000 kr. BMW X3 3,9% úr $50.115 í $43.731 700.000 kr. BMW 4-línan 3,9% úr $54.610 í $45.152 1.040.000 kr. Benz E-Class 3,9% úr $64.742 í $52.267 1.370.000 kr. Chrysler 200 3,8% úr $25.132 í $17.624 830.000 kr. Subaru WRX 3,3% úr $32.634 í $30.625 220.000 kr. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Það er ávallt spennandi að taka við lyklunum af nýjum bíl, en sú rómantík á til að gleymast fljótt hjá sumum sem losa sig fljótt við nýja bílinn og fá sér annan. En hvaða bílar ætli það séu sem algengast er að eigendur þeirra losi sig við innan árs. IseeCars í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir þær 10 bílgerðir sem fók losar sig mest við áður en ár er liðið. Á toppi listans trónir BMW 3-línan, en 8,0% þeirra sem kaupa sér þannig bíl eru búnir að losa sig við hann innan 12 mánaða. Við það hefur meðalverðið fallið úr 44.833 dollurum í 36.743, eða um 890.000 krónur. Athygli vekur að verðið fellur æði misjafnlega á milli bílgerða á þessum stutta tíma, mest hjá Chrysler 200, eða um heil 29,9% en um aðeins 6,2% í tilfelli Subaru WRX. Einnig vekur athygli að 6 af þessum 10 bílum eru frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW og Mercedes Benz og aðeins tveir frá bandarískum framleiðandum. Listinn lítur annars svona út: BMW 3-línan 8,0% úr $44.833 í $36.743 890.000 kr. BMW 5-línan 7,5% úr $61.317 í $50.133 1.230.000 kr. Benz C-Class 6,1% úr $49.042 í $39.406 1.100.000 kr. Nissan Versa Note 4,0% úr $16.606 í $13.251 370.000 kr. Dodge Dart 3,9% úr $20.649 í $14.988 620.000 kr. BMW X3 3,9% úr $50.115 í $43.731 700.000 kr. BMW 4-línan 3,9% úr $54.610 í $45.152 1.040.000 kr. Benz E-Class 3,9% úr $64.742 í $52.267 1.370.000 kr. Chrysler 200 3,8% úr $25.132 í $17.624 830.000 kr. Subaru WRX 3,3% úr $32.634 í $30.625 220.000 kr.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent