Brexit einstigi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Evrópa verður fyrir tjóni ef forsvarsmenn Evrópusambandsins ganga of hart fram í viðræðum við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með þýskum starfsbróður sínum í Berlín. Ráðherrann hitti naglann á höfuðið varðandi þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir vegna Brexit. Samningamenn ESB mega ekki vera svo undanlátssamir við Breta að aðrar aðildarþjóðir vilji fylgja í kjölfarið og segja sig úr ESB. Þeir þurfa líka að varast að beita Breta svo hörðu að þær Evrópuþjóðir sem eftir standa verði fyrir tjóni. Þetta er vandratað einstigi. Evrópusambandið hefur ýmis vopn á hendi gagnvart Bretum. Hægt er að fyrirskipa tollmúra milli Bretlands og Evrópusambandsins, takmarka aðgang þeirra að innri markaðnum, og hefta frjálsa för breskra borgara um lönd sambandsins. Slíkar aðgerðir kæmu ekki einungis niður á Bretum heldur líka viðskiptaþjóðum þeirra innan sambandsins. Bretar yrðu að finna nýjan farveg með nýjum viðskiptasamningum, og bresk fyrirtæki myndu beina viðskiptum sínum í aðrar áttir. Slíkt myndi valda evrópskum fyrirtækjum miklum tekjumissi og stuðla að auknu atvinnuleysi innan sambandsins. Eins og Guðlaugur Þór sagði er erfitt að réttlæta slíkt með vísan til þess að nauðsynlegt hafi verið að ganga fram af hörku gagnvart Bretum. Þetta breytir því þó ekki að enn er erfitt að finna sannfærandi rök fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Heilli meðgöngu eftir Brexit atkvæðagreiðsluna er framtíðarsýn Breta á alþjóðavettvangi enn þá afar þokukennd. Margir telja að Bretar ættu að einbeita sér að bakdyraaðgangi að innri markaðnum gegnum EFTA eða Evrópska efnahagsvæðið. Erfitt er að sjá hvernig slíkt samstarf myndi gagnast Bretum. Þeir myndu þurfa að taka upp tilskipanir, lög og reglur frá Evrópusambandinu án þess að sitja við borðið þegar slíkir bálkar verða til. Slíkt fyrirkomulag kann að henta smáþjóðum eins og Íslandi eða Noregi, en hlýtur að vera ófullnægjandi fyrir stórþjóð í viðskiptum og stjórnmálum, eins og Bretland. Theresa May forsætisráðherra hefur boðað til kosninga í júní og bendir flest til að hún fái mikinn meirihluta í þinginu. Gangi það eftir verður staða hennar við samningaborðið mun sterkari og hún mun geta haldið á lofti sínum áherslum í viðræðunum án þess að hafa áhyggjur af andófi í eigin flokki og stjórnarandstöðu. May virðist leggja áherslu á að Bretar lúti ekki lögsögu Evrópudómstólsins og að þeir geti heft frjálsa för fólks. Öðrum meginstoðum fjórfrelsisins, frjálsu flæði fjármagns, vöru og þjónustu vill hún viðhalda eins og kostur er. Hún hefur sömuleiðis sagt að útganga Breta úr Evrópusambandinu megi ekki þýða að tengslin við Evrópu rofni. Vonandi verður henni að ósk sinni. En þá þurfa báðir að láta hagsmuni ráða frekar en hefndarhug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Evrópa verður fyrir tjóni ef forsvarsmenn Evrópusambandsins ganga of hart fram í viðræðum við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með þýskum starfsbróður sínum í Berlín. Ráðherrann hitti naglann á höfuðið varðandi þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir vegna Brexit. Samningamenn ESB mega ekki vera svo undanlátssamir við Breta að aðrar aðildarþjóðir vilji fylgja í kjölfarið og segja sig úr ESB. Þeir þurfa líka að varast að beita Breta svo hörðu að þær Evrópuþjóðir sem eftir standa verði fyrir tjóni. Þetta er vandratað einstigi. Evrópusambandið hefur ýmis vopn á hendi gagnvart Bretum. Hægt er að fyrirskipa tollmúra milli Bretlands og Evrópusambandsins, takmarka aðgang þeirra að innri markaðnum, og hefta frjálsa för breskra borgara um lönd sambandsins. Slíkar aðgerðir kæmu ekki einungis niður á Bretum heldur líka viðskiptaþjóðum þeirra innan sambandsins. Bretar yrðu að finna nýjan farveg með nýjum viðskiptasamningum, og bresk fyrirtæki myndu beina viðskiptum sínum í aðrar áttir. Slíkt myndi valda evrópskum fyrirtækjum miklum tekjumissi og stuðla að auknu atvinnuleysi innan sambandsins. Eins og Guðlaugur Þór sagði er erfitt að réttlæta slíkt með vísan til þess að nauðsynlegt hafi verið að ganga fram af hörku gagnvart Bretum. Þetta breytir því þó ekki að enn er erfitt að finna sannfærandi rök fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Heilli meðgöngu eftir Brexit atkvæðagreiðsluna er framtíðarsýn Breta á alþjóðavettvangi enn þá afar þokukennd. Margir telja að Bretar ættu að einbeita sér að bakdyraaðgangi að innri markaðnum gegnum EFTA eða Evrópska efnahagsvæðið. Erfitt er að sjá hvernig slíkt samstarf myndi gagnast Bretum. Þeir myndu þurfa að taka upp tilskipanir, lög og reglur frá Evrópusambandinu án þess að sitja við borðið þegar slíkir bálkar verða til. Slíkt fyrirkomulag kann að henta smáþjóðum eins og Íslandi eða Noregi, en hlýtur að vera ófullnægjandi fyrir stórþjóð í viðskiptum og stjórnmálum, eins og Bretland. Theresa May forsætisráðherra hefur boðað til kosninga í júní og bendir flest til að hún fái mikinn meirihluta í þinginu. Gangi það eftir verður staða hennar við samningaborðið mun sterkari og hún mun geta haldið á lofti sínum áherslum í viðræðunum án þess að hafa áhyggjur af andófi í eigin flokki og stjórnarandstöðu. May virðist leggja áherslu á að Bretar lúti ekki lögsögu Evrópudómstólsins og að þeir geti heft frjálsa för fólks. Öðrum meginstoðum fjórfrelsisins, frjálsu flæði fjármagns, vöru og þjónustu vill hún viðhalda eins og kostur er. Hún hefur sömuleiðis sagt að útganga Breta úr Evrópusambandinu megi ekki þýða að tengslin við Evrópu rofni. Vonandi verður henni að ósk sinni. En þá þurfa báðir að láta hagsmuni ráða frekar en hefndarhug.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun