Fyrsti sumardagur Frosti Logason skrifar 20. apríl 2017 07:00 Öld kjaftastétta og póstmódernisma. Í hverri viku springur réttlætiskór upp í heilagri reiði á samskiptamiðlum. Fólk hneykslast fyrir hönd annarra og talar um réttindi hinna jaðarsettu. Hinir kúguðu gegn kúgaranum. Vinsælt er að finna einn þjóðfélagshóp til að kenna um allar ófarir. Setjum alla undir einu og sömu sökina. Það selur. Þeir sem töldu Solshenitsín hafa gengið frá Marx hafa ekki skilið gúlagið. Stjórnmálamenn reyna að selja ungu fólki endalaust af nýjum réttindum. Ekki má lengur tala um bætur því öll erum við búin að vinna okkur inn fyrir borgaralaunum. Án þess að svo mikið sem búa um rúmin okkar. Málfrelsið er úrelt afsprengi feðraveldis. Við afnemum það fyrir fólk sem við höfum ákveðið að þarfnist sérstakrar verndar. Við trúum ekki á samræður og rök, sumir mega einfaldlega ekki tjá sig. Enginn stjórnmálamaður vogar sér að selja ungu fólki ábyrgðarhugtakið. Engum dettur í hug að hvetja ungviðið til að standa sig og klífa upp metorðastiga, vegna þess að póstmódernisminn ákvað fyrir löngu að slíka stiga yrði alla að brjóta niður. Við eigum ekki að þurfa að keppa að neinu. Allt á að koma upp í hendur okkar. Skrýtið samt, að þrátt fyrir réttláta froðufrussun vegna auglýsinga frá Pepsi og Íslandsbanka virðist það ekki hafa haft tilætluð áhrif. Pepsi rýkur upp í viðhorfskönnunum og aldrei hefur verið meira að gera hjá bankanum. Reyndar fer allt í hringi. Hugsanlega kemst ábyrgðin einhvern tímann aftur í tísku. En það verður örugglega ekki þetta sumarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Öld kjaftastétta og póstmódernisma. Í hverri viku springur réttlætiskór upp í heilagri reiði á samskiptamiðlum. Fólk hneykslast fyrir hönd annarra og talar um réttindi hinna jaðarsettu. Hinir kúguðu gegn kúgaranum. Vinsælt er að finna einn þjóðfélagshóp til að kenna um allar ófarir. Setjum alla undir einu og sömu sökina. Það selur. Þeir sem töldu Solshenitsín hafa gengið frá Marx hafa ekki skilið gúlagið. Stjórnmálamenn reyna að selja ungu fólki endalaust af nýjum réttindum. Ekki má lengur tala um bætur því öll erum við búin að vinna okkur inn fyrir borgaralaunum. Án þess að svo mikið sem búa um rúmin okkar. Málfrelsið er úrelt afsprengi feðraveldis. Við afnemum það fyrir fólk sem við höfum ákveðið að þarfnist sérstakrar verndar. Við trúum ekki á samræður og rök, sumir mega einfaldlega ekki tjá sig. Enginn stjórnmálamaður vogar sér að selja ungu fólki ábyrgðarhugtakið. Engum dettur í hug að hvetja ungviðið til að standa sig og klífa upp metorðastiga, vegna þess að póstmódernisminn ákvað fyrir löngu að slíka stiga yrði alla að brjóta niður. Við eigum ekki að þurfa að keppa að neinu. Allt á að koma upp í hendur okkar. Skrýtið samt, að þrátt fyrir réttláta froðufrussun vegna auglýsinga frá Pepsi og Íslandsbanka virðist það ekki hafa haft tilætluð áhrif. Pepsi rýkur upp í viðhorfskönnunum og aldrei hefur verið meira að gera hjá bankanum. Reyndar fer allt í hringi. Hugsanlega kemst ábyrgðin einhvern tímann aftur í tísku. En það verður örugglega ekki þetta sumarið.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun