Hraðasti jeppi heims nær 370 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 15:06 Toyota Land Speed Cruiser. Hér sést enginn venjulegur Toyota Land Cruiser heldur einfaldlega hraðskreiðasti jeppi heims. Hann náði 370,1 km hraða um daginn og bætti með því metið á meðal jeppa um 30 km/klst. Þessu meti var náð á flugbraut í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu og hafði ökumaður hans 4 kílómetra braut til að koma bílnum uppí þennan ógnarhraða. Mikið hefur verið átt við þennan Land Cruiser jeppa, en í honum er 5,7 lítra V8 vél með tveimur risastórum Garrett forþjöppum sem ná 55 psi þrýstingi. Ýmsu þurfti að breyta í vélbúnaði bílsins til að þola allan þennan þrýsting, en Toyota menn segja að á mjög öruggan og áreiðanlegan máta megi ná yfir 2.000 hestöflum úr þessari vél. Það var NASCAR ökumaðurinn Carl Edwards sem ók bílnum til þessa metsláttar en þessum tiltekna bíl hefur verið gefið nafnið Toyota Land Speed Cruiser. Eins og sést á myndinn af bílnum hefur hann verið lækkaður verulega og átt hefur verið við ytra byrði hans svo hann kljúfi loftið betur. Toyota segir að þessi magnaði jeppi geti náð meiri hraða ef hann fengi til þess lengri braut. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Hér sést enginn venjulegur Toyota Land Cruiser heldur einfaldlega hraðskreiðasti jeppi heims. Hann náði 370,1 km hraða um daginn og bætti með því metið á meðal jeppa um 30 km/klst. Þessu meti var náð á flugbraut í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu og hafði ökumaður hans 4 kílómetra braut til að koma bílnum uppí þennan ógnarhraða. Mikið hefur verið átt við þennan Land Cruiser jeppa, en í honum er 5,7 lítra V8 vél með tveimur risastórum Garrett forþjöppum sem ná 55 psi þrýstingi. Ýmsu þurfti að breyta í vélbúnaði bílsins til að þola allan þennan þrýsting, en Toyota menn segja að á mjög öruggan og áreiðanlegan máta megi ná yfir 2.000 hestöflum úr þessari vél. Það var NASCAR ökumaðurinn Carl Edwards sem ók bílnum til þessa metsláttar en þessum tiltekna bíl hefur verið gefið nafnið Toyota Land Speed Cruiser. Eins og sést á myndinn af bílnum hefur hann verið lækkaður verulega og átt hefur verið við ytra byrði hans svo hann kljúfi loftið betur. Toyota segir að þessi magnaði jeppi geti náð meiri hraða ef hann fengi til þess lengri braut.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent