Tesla tapar 42 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 14:12 Tesla Model S bílar bíða eigenda sinna. Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent