Bandaríkjaher segir að hið umdeilda eldflaugavarnakerfi sem sett hefur verið upp í Suður-Kóreu sé nú nothæft þótt enn séu nokkrir mánuðir í að það nái fullum afköstum.
Kerfið, sem kallað er THAAD, hefur verið sett upp í nokkrum flýti en spennan á Kóreuskaga magnast nú dag frá degi.
Bandarísk flotadeild er á svæðinu og saka Norður-Kóreumenn Bandaríkjamenn um að magna upp hættuna á kjarnorkustríði og hafa þeir sagt að ný kjarnorkutilraun gæti farið í gang á hverri stundu.
Ekki eru allir Suður-Kóreumenn ánægðir með loftvarnakerfið sem þeir óttast að verði gert að skotmarki, komi til átaka á milli ríkjanna á Kóreuskaga.
Eldflaugavarnakerfið í Suður-Kóreu nú nothæft

Tengdar fréttir

Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár
Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega.

Hóta að byggja upp kjarnorkuvopn með auknum hraða
Norður-Kóreumenn saka Bandaríkin um að auka spennu á svæðinu og ýja að nýrri tilraunasprengingu.