Metin hæfust til að verða dómarar við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 15:05 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Kristbjörg Stephensen. Listi yfir þá 15 einstaklinga sem hæfnisnefnd telur hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt hefur verið sendur umsækjendum og var hann birtur á Kjarnanum í dag. Nefndin er þó enn að störfum og hefur ekki skilað ráðuneytinu skýrslu sinni. Umsækjendur hafa nú tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri við nefndina. Samkvæmt lögum um dómstóla er dómsmálaráðherra óheimilt að skipa í dómaraembætti einstakling sem hæfnisnefndin hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Frá þessu er þó hægt að víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda „sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið,“ að því er segir í lögunum. Fimm konur og tíu karlar eru á lista hæfnisnefndarinnar en þar á meðal eru héraðsdómarar, borgarlögmaður og hæstaréttarlögmenn: 1. Aðalsteinn E. Jónasson, hæstaréttarlögmaður 2. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður 3. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 4. Eiríkur Jónsson prófessor, við lagadeild Háskóla Íslands 5. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari 6. Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstréttardómari 7. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður 8. Jóhannes Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður 9. Jón Höskuldsson, héraðsdómari 10. Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður 11. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 12. Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari 13. Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 14. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður 15. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness Lög um stofnun millidómsstigs voru samþykkt á Alþingi í maí í fyrra. Með lagabreytingunni verða dómstigin í landinu þrjú, það er héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstriéttur en um leið voru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómsstigum. Landsréttur á að taka til starfa þann 1. janúar 2018. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Listi yfir þá 15 einstaklinga sem hæfnisnefnd telur hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt hefur verið sendur umsækjendum og var hann birtur á Kjarnanum í dag. Nefndin er þó enn að störfum og hefur ekki skilað ráðuneytinu skýrslu sinni. Umsækjendur hafa nú tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri við nefndina. Samkvæmt lögum um dómstóla er dómsmálaráðherra óheimilt að skipa í dómaraembætti einstakling sem hæfnisnefndin hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Frá þessu er þó hægt að víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda „sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið,“ að því er segir í lögunum. Fimm konur og tíu karlar eru á lista hæfnisnefndarinnar en þar á meðal eru héraðsdómarar, borgarlögmaður og hæstaréttarlögmenn: 1. Aðalsteinn E. Jónasson, hæstaréttarlögmaður 2. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður 3. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 4. Eiríkur Jónsson prófessor, við lagadeild Háskóla Íslands 5. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari 6. Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstréttardómari 7. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður 8. Jóhannes Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður 9. Jón Höskuldsson, héraðsdómari 10. Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður 11. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 12. Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari 13. Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 14. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður 15. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness Lög um stofnun millidómsstigs voru samþykkt á Alþingi í maí í fyrra. Með lagabreytingunni verða dómstigin í landinu þrjú, það er héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstriéttur en um leið voru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómsstigum. Landsréttur á að taka til starfa þann 1. janúar 2018.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira