Smán Alþingis Þorvaldur Gylfason skrifar 11. maí 2017 07:00 Fyrir þinglok vorið 2013 lá fyrir Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá, fullbúið af hálfu þingsins eftir tveggja ára yfirlegu og efnislega samhljóða tillögum Stjórnlagaráðs sem þjóðin hafði kjörið 2010 og þingið skipað. Áður höfðu 67% kjósenda lýst stuðningi við tillögurnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og meiri hluti þingmanna hafði opinberlega lýst vilja til að samþykkja frumvarpið á Alþingi fyrir þinglok. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni“ hafði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagt eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Atkvæðagreiðslan var ráðgefandi eins og atkvæðagreiðsla Breta um Brexit 2016 sem engum Breta dettur þó í hug að vefengja. Um tillögurnar ríkti víðtæk sátt meðal landsmanna. Stuðningur kjósenda við tillögurnar er enn til staðar og óbreyttur skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári eins og fram kemur í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins um daginn.Samstaða hverra? Alþingi sveikst um að afgreiða frumvarpið svo sem frægt varð að endemum en bætti við gildandi stjórnarskrá bráðabirgðaákvæði til að gera þinginu kleift að samþykkja stjórnarskrárbreytingar án þingrofs. Þessa breytingu gerðu þingmenn til að skjóta sér undan afgreiðslu málsins fyrir þinglok vorið 2013 svo sem lagt hafði verið upp með og jafnframt í eiginhagsmunaskyni þar eð gildandi stjórnarskrá kveður á um þingrof strax eftir samþykkt nýrrar stjórnarskrár í fyrra sinnið af tveim. Þingmenn tóku eigin hag fram yfir lýðræðislega stjórnarhætti. Þeir máttu margir ekki til þess hugsa að nýtt þing samþykkti nýja stjórnarskrá og væri síðan rofið strax til að virða gildandi stjórnarskrá. Þeir vildu margir heldur fá að sitja út heilt kjörtímabil þótt slík þaulseta tefldi nýju stjórnarskránni og þá um leið lýðræðinu í tvísýnu. Þeir virtust engan skilning hafa eða áhuga á að kynna sér skýr fordæmi þingsögunnar frá 1942 og 1959 um stutt þing til að tryggja framgang stjórnarskrárbreytinga og treysta lýðræðið. Fráleit falsrök voru leidd fram til að leyna eigingjörnum tilgangi þingmanna. Sumir sögðust vilja vinna málið áfram þótt það væri þegar fullunnið og samþykkt af kjósendum og sögðust vilja efla samstöðu um málið, þ.e. samstöðu stjórnmálaflokkanna og fyrirtækjanna sem ausa fé í flokkana. Samstaða kjósenda lá fyrir eftir langt lýðræðislegt ferli sem heldur áfram að vekja aðdáun og athygli víða um heim með vaxandi þunga eins og segir í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins.Svik á svik ofan Svik Alþingis í málinu voru innsigluð 30. apríl sl. þegar bráðabirgðaákvæðið frá 2013 um stjórnarskrárbreytingar án þingrofs rann út. Eftir situr forhert og trausti rúið Alþingi sem skirrist ekki við að vanvirða lýðræðisleg grundvallargildi og sýnir engin merki iðrunar eða jafnvel skilnings á þeirri smán sem það hefur kallað yfir sjálft sig og landið. Svikin gerðu raunar boð á undan sér í tillögum fv. stjórnarskrárnefndar Alþingis sem hélt um 50 fundi fyrir luktum dyrum 2013-2016 og kom samt ekki öðru í verk en að skila af sér þrem útvötnuðum ákvæðum frumvarpsins sem þingið heyktist á að afgreiða 2013, ákvæðum sem kölluðu harkalega gagnrýni yfir nefndina fyrir að reyna að reka rýting í bak lýðræðisins. Samstaða nefndarinnar rauk að sjálfsögðu út í veður og vind. Einn nefndarmaðurinn skrifaði að loknu starfi nefndarinnar: „Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á.“ Verk nefndarinnar kom ekki til kasta Alþingis svo sem vita mátti.Knýjum dyra Nú verður ekki öllu lengur undan því vikizt að lýðræðisöflin í landinu taki höndum saman innan þings og utan og knýi á um staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar. Þetta er ekki aðeins lýðræðisleg og siðferðileg nauðsyn, heldur einnig lífsnauðsynleg forsenda þess að takast megi að „rjúfa stjórnarskrárvarið valdaleysi almennings, lögverndað auðlindarán, ofríki og spillingu í stjórnmálum og viðskiptum, fjársvelti almannaþjónustu og almenna þróun samfélagsins þvert gegn vilja landsmanna“ svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins. Nú er að duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Fyrir þinglok vorið 2013 lá fyrir Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá, fullbúið af hálfu þingsins eftir tveggja ára yfirlegu og efnislega samhljóða tillögum Stjórnlagaráðs sem þjóðin hafði kjörið 2010 og þingið skipað. Áður höfðu 67% kjósenda lýst stuðningi við tillögurnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og meiri hluti þingmanna hafði opinberlega lýst vilja til að samþykkja frumvarpið á Alþingi fyrir þinglok. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni“ hafði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagt eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Atkvæðagreiðslan var ráðgefandi eins og atkvæðagreiðsla Breta um Brexit 2016 sem engum Breta dettur þó í hug að vefengja. Um tillögurnar ríkti víðtæk sátt meðal landsmanna. Stuðningur kjósenda við tillögurnar er enn til staðar og óbreyttur skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári eins og fram kemur í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins um daginn.Samstaða hverra? Alþingi sveikst um að afgreiða frumvarpið svo sem frægt varð að endemum en bætti við gildandi stjórnarskrá bráðabirgðaákvæði til að gera þinginu kleift að samþykkja stjórnarskrárbreytingar án þingrofs. Þessa breytingu gerðu þingmenn til að skjóta sér undan afgreiðslu málsins fyrir þinglok vorið 2013 svo sem lagt hafði verið upp með og jafnframt í eiginhagsmunaskyni þar eð gildandi stjórnarskrá kveður á um þingrof strax eftir samþykkt nýrrar stjórnarskrár í fyrra sinnið af tveim. Þingmenn tóku eigin hag fram yfir lýðræðislega stjórnarhætti. Þeir máttu margir ekki til þess hugsa að nýtt þing samþykkti nýja stjórnarskrá og væri síðan rofið strax til að virða gildandi stjórnarskrá. Þeir vildu margir heldur fá að sitja út heilt kjörtímabil þótt slík þaulseta tefldi nýju stjórnarskránni og þá um leið lýðræðinu í tvísýnu. Þeir virtust engan skilning hafa eða áhuga á að kynna sér skýr fordæmi þingsögunnar frá 1942 og 1959 um stutt þing til að tryggja framgang stjórnarskrárbreytinga og treysta lýðræðið. Fráleit falsrök voru leidd fram til að leyna eigingjörnum tilgangi þingmanna. Sumir sögðust vilja vinna málið áfram þótt það væri þegar fullunnið og samþykkt af kjósendum og sögðust vilja efla samstöðu um málið, þ.e. samstöðu stjórnmálaflokkanna og fyrirtækjanna sem ausa fé í flokkana. Samstaða kjósenda lá fyrir eftir langt lýðræðislegt ferli sem heldur áfram að vekja aðdáun og athygli víða um heim með vaxandi þunga eins og segir í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins.Svik á svik ofan Svik Alþingis í málinu voru innsigluð 30. apríl sl. þegar bráðabirgðaákvæðið frá 2013 um stjórnarskrárbreytingar án þingrofs rann út. Eftir situr forhert og trausti rúið Alþingi sem skirrist ekki við að vanvirða lýðræðisleg grundvallargildi og sýnir engin merki iðrunar eða jafnvel skilnings á þeirri smán sem það hefur kallað yfir sjálft sig og landið. Svikin gerðu raunar boð á undan sér í tillögum fv. stjórnarskrárnefndar Alþingis sem hélt um 50 fundi fyrir luktum dyrum 2013-2016 og kom samt ekki öðru í verk en að skila af sér þrem útvötnuðum ákvæðum frumvarpsins sem þingið heyktist á að afgreiða 2013, ákvæðum sem kölluðu harkalega gagnrýni yfir nefndina fyrir að reyna að reka rýting í bak lýðræðisins. Samstaða nefndarinnar rauk að sjálfsögðu út í veður og vind. Einn nefndarmaðurinn skrifaði að loknu starfi nefndarinnar: „Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á.“ Verk nefndarinnar kom ekki til kasta Alþingis svo sem vita mátti.Knýjum dyra Nú verður ekki öllu lengur undan því vikizt að lýðræðisöflin í landinu taki höndum saman innan þings og utan og knýi á um staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar. Þetta er ekki aðeins lýðræðisleg og siðferðileg nauðsyn, heldur einnig lífsnauðsynleg forsenda þess að takast megi að „rjúfa stjórnarskrárvarið valdaleysi almennings, lögverndað auðlindarán, ofríki og spillingu í stjórnmálum og viðskiptum, fjársvelti almannaþjónustu og almenna þróun samfélagsins þvert gegn vilja landsmanna“ svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu Stjórnarskrárfélagsins. Nú er að duga.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun