Framúrakstur sem endar illa Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 12:16 Audi bíllinn kominn á rönd og á brátt fund við nærliggjandi ljósastaur. Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent