Hummer enn framleiddur til útflutnings Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 10:00 Humvee C-Series eru enn framleiddir og seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent
General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent