Guðni Th. um atburðinn í Manchester: Hryðjuverkamönnum má ekki takast ætlunarverk sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 20:50 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“ Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“
Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira