Forréttindasápukúlan Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn. En svo kom sprunga í sápukúluna. Á mánudagskvöldið var gerð hryllileg árás á aðstæður sem ég þekki sjálf vel. Allt í einu, og enn einu sinni, eru margir dánir sem áttu alls ekkert að deyja. Og mér líður mjög illa. Örugglega vegna þess að ég er mannleg og sjálfselsk og einföld og miða allt út frá persónulegri reynslu. Mínum heimi, þeim sem sápukúlan umlykur. Ég er stelpa. Ég var einu sinni sextán ára og ég hef farið, kát og áhyggjulaus, á stóran konsert í tónleikahöll með vinkonum mínum. Og ég er inni í sápukúlunni og þessi innanbúðarveruleiki minn er í uppnámi og þetta stingur allt sérstaklega djúpt vegna þess að þetta er svo óhugnanlega nærtækt. Þetta er mikil forréttindavanlíðan og hún skiptir kannski engu máli. Það má samt alveg finna til. Og það mikilvægasta er að leyfa ekki hatri, ótta og stundarbrjálæði að verða kærleika og rökhugsun yfirsterkari. En það má líka vera gagnrýninn á það af hverju hriktir í sápukúlunni við sumt og sumt ekki. Það má spyrja sig að því af hverju manni stendur á sama um sumt – þangað til það birtist ágengt og illskeytt í bakgarðinum. Það má æfa sig í að útvíkka sápukúluna og láta hana ef til vill stundum – ef maður treystir sér til – berast með vindinum út í buskann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn. En svo kom sprunga í sápukúluna. Á mánudagskvöldið var gerð hryllileg árás á aðstæður sem ég þekki sjálf vel. Allt í einu, og enn einu sinni, eru margir dánir sem áttu alls ekkert að deyja. Og mér líður mjög illa. Örugglega vegna þess að ég er mannleg og sjálfselsk og einföld og miða allt út frá persónulegri reynslu. Mínum heimi, þeim sem sápukúlan umlykur. Ég er stelpa. Ég var einu sinni sextán ára og ég hef farið, kát og áhyggjulaus, á stóran konsert í tónleikahöll með vinkonum mínum. Og ég er inni í sápukúlunni og þessi innanbúðarveruleiki minn er í uppnámi og þetta stingur allt sérstaklega djúpt vegna þess að þetta er svo óhugnanlega nærtækt. Þetta er mikil forréttindavanlíðan og hún skiptir kannski engu máli. Það má samt alveg finna til. Og það mikilvægasta er að leyfa ekki hatri, ótta og stundarbrjálæði að verða kærleika og rökhugsun yfirsterkari. En það má líka vera gagnrýninn á það af hverju hriktir í sápukúlunni við sumt og sumt ekki. Það má spyrja sig að því af hverju manni stendur á sama um sumt – þangað til það birtist ágengt og illskeytt í bakgarðinum. Það má æfa sig í að útvíkka sápukúluna og láta hana ef til vill stundum – ef maður treystir sér til – berast með vindinum út í buskann.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun