„Fullt af lesbíum í tennis“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 10:00 Presturinn er ekki ánægð með lesbíurnar. vísir/getty Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court. Tennis Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court.
Tennis Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira