Þremur sleppt úr haldi lögreglu í Manchester Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 22:55 Lögregla athafnar sig í Manchester í dag vegna árásarinnar. Vísir/AFP Þremur mannanna, sem handteknir hafa verið í tengslum við árásina í Manchester í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu í dag. AFP-fréttaveita greinir frá. Tveimur mönnum, 20 og 24 ára, var sleppt en þeir voru báðir handteknir tveimur dögum eftir árásina í grennd við heimili árásarmannsins, Salman Abedi. Þá var 37 ára gömlum manni, sem handtekinn var í Blackley í norðurhluta Manchester einum degi á eftir ungu mönnunum tveimur, einnig sleppt. Þetta eru nýjustu vendingar í rannsókn lögreglu á árásinni í Manchester, þar sem hinn 22 ára Salman Abedi sprengdi sig í loft upp fyrir utan Manchester Arena og varð 22 að bana, en nú eru ellefu í haldi lögreglu vegna málsins. „Það má búast við því að einhverjum sé sleppt úr haldi í rannsóknum af þessu tagi er við staðfestum frásagnir sem okkur hafa borist,“ sagði Russ Jackson, yfirmaður sérstakrar deildar sem berst gegn hryðjuverkum. Þá sagði Jackson einnig mikilvægt að bláa ferðataskan, sem Abedi sást draga á eftir sér nokkrum dögum fyrir árásina, finnist eins fljótt og auðið er. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande kemur fram í Manchester um helgina ásamt helstu stjörnum heims Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry eru meðal þeirra listamanna sem koma fram ásamt Ariana Grande á tónleikum sem verða tileinkaðir þeim sem létust í tónleikahöllinni Manchester Arena í hryðjuverkaárás í síðustu viku. 30. maí 2017 15:52 Lögregla gerir húsleit skammt frá Manchester Lögregla í Bretlandi gerir nú húsleit á heimili í Wigan í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í síðustu viku þar sem 22 létust og tugir særðust. 30. maí 2017 15:26 Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina. 29. maí 2017 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þremur mannanna, sem handteknir hafa verið í tengslum við árásina í Manchester í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu í dag. AFP-fréttaveita greinir frá. Tveimur mönnum, 20 og 24 ára, var sleppt en þeir voru báðir handteknir tveimur dögum eftir árásina í grennd við heimili árásarmannsins, Salman Abedi. Þá var 37 ára gömlum manni, sem handtekinn var í Blackley í norðurhluta Manchester einum degi á eftir ungu mönnunum tveimur, einnig sleppt. Þetta eru nýjustu vendingar í rannsókn lögreglu á árásinni í Manchester, þar sem hinn 22 ára Salman Abedi sprengdi sig í loft upp fyrir utan Manchester Arena og varð 22 að bana, en nú eru ellefu í haldi lögreglu vegna málsins. „Það má búast við því að einhverjum sé sleppt úr haldi í rannsóknum af þessu tagi er við staðfestum frásagnir sem okkur hafa borist,“ sagði Russ Jackson, yfirmaður sérstakrar deildar sem berst gegn hryðjuverkum. Þá sagði Jackson einnig mikilvægt að bláa ferðataskan, sem Abedi sást draga á eftir sér nokkrum dögum fyrir árásina, finnist eins fljótt og auðið er.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande kemur fram í Manchester um helgina ásamt helstu stjörnum heims Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry eru meðal þeirra listamanna sem koma fram ásamt Ariana Grande á tónleikum sem verða tileinkaðir þeim sem létust í tónleikahöllinni Manchester Arena í hryðjuverkaárás í síðustu viku. 30. maí 2017 15:52 Lögregla gerir húsleit skammt frá Manchester Lögregla í Bretlandi gerir nú húsleit á heimili í Wigan í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í síðustu viku þar sem 22 létust og tugir særðust. 30. maí 2017 15:26 Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina. 29. maí 2017 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ariana Grande kemur fram í Manchester um helgina ásamt helstu stjörnum heims Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry eru meðal þeirra listamanna sem koma fram ásamt Ariana Grande á tónleikum sem verða tileinkaðir þeim sem létust í tónleikahöllinni Manchester Arena í hryðjuverkaárás í síðustu viku. 30. maí 2017 15:52
Lögregla gerir húsleit skammt frá Manchester Lögregla í Bretlandi gerir nú húsleit á heimili í Wigan í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í síðustu viku þar sem 22 létust og tugir særðust. 30. maí 2017 15:26
Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina. 29. maí 2017 23:15