Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 19:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30