Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 18:12 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi hins vinsæla Costco-hóps, ætlar að gera sér ferð í Costco í góðu tómi. Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“ Costco Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“
Costco Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira