Hallur krefst rökstuðnings vegna ráðningar Dísar Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2017 10:10 Hallur, Ilmur og Dís. Á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon Ráðningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon
Ráðningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira