Þegar örflugurnar gefa best Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2017 13:00 Þessi púpa er númer #20 og þessar stærðir geta oft verið það eina sem fiskurinn vill. Eitt af því sem veiðimenn læra af reynslunni er sú staðreynd að silungur er og verður dyntóttur og það er eins gott að vera fljótur að sætta við það. Gott dæmi um það hvað silungur getur verið dyntóttur er stærðin á flugunum sem hann ákveður að hann vilji bara taka. Stærð er kannski ekki rétt í þessu samhengi því það er frekar skortur á stærð sem einkennir þetta örsmælki sem sumar flugurnar sannarlega eru sem til dæmis bleikjan vill bara taka suma daga. Í skilyrðum eins og í gærkvöldi eftir bjartan og heitan dag virðist oft vera sérstaklega mikið lag á silung að vilja bara taka hið allra smæsta og það þrátt fyrir að stærri bráð sé að klekjast út allt í kringum hann. Þetta var til að mynda málið hjá veiðimönnum sem Veiðivísir hefur fréttir frá sem voru í Hólaá og Laugarvatni en það gekk lítið sem ekkert fyrr en allra minnstu flugurnar voru settar undir. Til að gefa ykkur dæmi um stærðina má sjá á myndinni púpu afbrigði í stærð #20 en það er stærðin sem fiskurinn tók best í gær en að halda honum síðan á flugunni er svo allt annað mál. Það tóku margir en fáir náðust á land. Það var að sögn mikið líf á svæðinu en það eina sem fiskurinn vildi í gær var eitthvað svo agnarsmátt að gárungarnir kalla þetta að "veiða á ryk". Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði
Eitt af því sem veiðimenn læra af reynslunni er sú staðreynd að silungur er og verður dyntóttur og það er eins gott að vera fljótur að sætta við það. Gott dæmi um það hvað silungur getur verið dyntóttur er stærðin á flugunum sem hann ákveður að hann vilji bara taka. Stærð er kannski ekki rétt í þessu samhengi því það er frekar skortur á stærð sem einkennir þetta örsmælki sem sumar flugurnar sannarlega eru sem til dæmis bleikjan vill bara taka suma daga. Í skilyrðum eins og í gærkvöldi eftir bjartan og heitan dag virðist oft vera sérstaklega mikið lag á silung að vilja bara taka hið allra smæsta og það þrátt fyrir að stærri bráð sé að klekjast út allt í kringum hann. Þetta var til að mynda málið hjá veiðimönnum sem Veiðivísir hefur fréttir frá sem voru í Hólaá og Laugarvatni en það gekk lítið sem ekkert fyrr en allra minnstu flugurnar voru settar undir. Til að gefa ykkur dæmi um stærðina má sjá á myndinni púpu afbrigði í stærð #20 en það er stærðin sem fiskurinn tók best í gær en að halda honum síðan á flugunni er svo allt annað mál. Það tóku margir en fáir náðust á land. Það var að sögn mikið líf á svæðinu en það eina sem fiskurinn vildi í gær var eitthvað svo agnarsmátt að gárungarnir kalla þetta að "veiða á ryk".
Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði