Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:02 Ísjakar sem hafa kelfst úr Helheim-jöklinum á Grænlandi bæta við ferskvatni í hafið og hækka yfirborð sjávar. Vísir/EPA Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum. Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum.
Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent