Réttarhöld yfir Cosby: Notaði frægðina til þess að fá sínu framgengt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 08:06 Leikarinn, sem er 79 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bill Cosby Show. vísir/afp Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Bill Cosby Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Bill Cosby Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira