Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Atli Ísleifsson og Ásgeir Erlendsson skrifa 4. júní 2017 12:40 Þórður Ægir Óskarsson er sendiherra Íslands í London. Vísir/afp Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22