Þarf að vera svigrúm til mats Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 19:15 Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00