Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 18:45 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæðagreiðslunni í kvöld. vísir/stefán Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. Tillaga ráðherra var engu að síður samþykkt um klukkan hálf sjö gegn atkvæðum þriggja þingflokka stjórnarandstöðunnar en þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá. Nýtt millidómstig, Landsréttur, tekur til starfa um næstu áramót og er honum ætlað að minnka álagið á Hæstarétti Íslands og verður dómurum þar einnig fækkað. Dómnefnd fór yfir umsóknir í dómarastörf í Landsrétti og raðaði rúmlega þrjátíu umsækjendum upp í hæfnisröð. Dómsmálaráðherra ákvað hins vegar að færa fjóra umsækjendur niður listann og fjóra aðra upp listann í tillögu sinni til Alþingis. Ekki tókst að ljúka málinu á Alþingi í gær vegna djúpstæðs ágreinings stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og sagði þinginu gefin skammur tími til að fara yfir málið en ráðherra lagði tillögu sína fram hinn 29. maí. Þá hafi ráðherra einnig verið gefin skammur tími samkvæmt lögunum um Landsrétt. Ráðherrann væri hins vegar ekki undanþegin stjórsýslulögum fari hann ekki að tillögu dómnefndar. „Ekki er ljóst hvaða samanburður hefur farið fram á milli þeirra umsækjenda sem dómnefnd telur hæfasta og falla brott úr tillögu ráðherra og þeirra fjögurra sem ekki eru á meðal þeirra sem dómnefnd telur hæfasta en bætast við tillögu ráðherra. Ekki liggur heldur fyrir samanburður á þeim fjórum sem voru á meðal fimmtán hæfustu samkvæmt áliti dómnefndar og öðrum úr sama hópi sem fá þó að halda sér á tillögu ráðherra til dæmis hvað varðar dómarareynslu sem nefnd hefur verið sem sérstök rök í málinu,“ sagði Katrín. Stjórnarliðar segja dómsmálaráðherra hins vegar hafa fært fullnægjandi rök fyrir ákvörðun sinni og sagði Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að hann teldi stjórnarandstöðuna ekki hafa tekist að sýna fram á annað. „Hvað er það sem vantar upp á hér í þessu máli? Getur háttvirtur þingmaður svarað því og útskýrt hvað er að baki þessari fullyrðingu um að ekki sé sýnt að ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni,“ spurði Teitur Björn Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata sem síðan brást illa við viðbrögðum Teits Björns utan úr sal þegar hann svaraði honum. „Þingmaðurinn hlær. Menn verða að átta sig á því að á Alþingi veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn. Og við þurfum fucking tíma til að geta unnið þetta mál,“ sagði Jón Þór en baðst strax velvirðingar á orðum sínum. Forseti Alþingis mælti þá til Jóns Þórs: „Forseti vill beina því til þingmanna að gæta orða sinna hér í ræðustól.“ „Já ég skal gera það. Ég missti þarna út úr mér þetta orð. En við erum almennir borgarar sem þurfum tíma til að vinna mál og þegar sérfræðingar segja okkur að það er ekki ljóst og benda á dómafordæmi sem sýna það að ráðherra gæti verið að brjóta lög við skipan dómara þá þurfum við tíma. Við höfum til 1. júlí til þess að gera það,“ kallaði Jón Þór Ólafsson yfir þingheim. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. Tillaga ráðherra var engu að síður samþykkt um klukkan hálf sjö gegn atkvæðum þriggja þingflokka stjórnarandstöðunnar en þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá. Nýtt millidómstig, Landsréttur, tekur til starfa um næstu áramót og er honum ætlað að minnka álagið á Hæstarétti Íslands og verður dómurum þar einnig fækkað. Dómnefnd fór yfir umsóknir í dómarastörf í Landsrétti og raðaði rúmlega þrjátíu umsækjendum upp í hæfnisröð. Dómsmálaráðherra ákvað hins vegar að færa fjóra umsækjendur niður listann og fjóra aðra upp listann í tillögu sinni til Alþingis. Ekki tókst að ljúka málinu á Alþingi í gær vegna djúpstæðs ágreinings stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og sagði þinginu gefin skammur tími til að fara yfir málið en ráðherra lagði tillögu sína fram hinn 29. maí. Þá hafi ráðherra einnig verið gefin skammur tími samkvæmt lögunum um Landsrétt. Ráðherrann væri hins vegar ekki undanþegin stjórsýslulögum fari hann ekki að tillögu dómnefndar. „Ekki er ljóst hvaða samanburður hefur farið fram á milli þeirra umsækjenda sem dómnefnd telur hæfasta og falla brott úr tillögu ráðherra og þeirra fjögurra sem ekki eru á meðal þeirra sem dómnefnd telur hæfasta en bætast við tillögu ráðherra. Ekki liggur heldur fyrir samanburður á þeim fjórum sem voru á meðal fimmtán hæfustu samkvæmt áliti dómnefndar og öðrum úr sama hópi sem fá þó að halda sér á tillögu ráðherra til dæmis hvað varðar dómarareynslu sem nefnd hefur verið sem sérstök rök í málinu,“ sagði Katrín. Stjórnarliðar segja dómsmálaráðherra hins vegar hafa fært fullnægjandi rök fyrir ákvörðun sinni og sagði Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að hann teldi stjórnarandstöðuna ekki hafa tekist að sýna fram á annað. „Hvað er það sem vantar upp á hér í þessu máli? Getur háttvirtur þingmaður svarað því og útskýrt hvað er að baki þessari fullyrðingu um að ekki sé sýnt að ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni,“ spurði Teitur Björn Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata sem síðan brást illa við viðbrögðum Teits Björns utan úr sal þegar hann svaraði honum. „Þingmaðurinn hlær. Menn verða að átta sig á því að á Alþingi veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn. Og við þurfum fucking tíma til að geta unnið þetta mál,“ sagði Jón Þór en baðst strax velvirðingar á orðum sínum. Forseti Alþingis mælti þá til Jóns Þórs: „Forseti vill beina því til þingmanna að gæta orða sinna hér í ræðustól.“ „Já ég skal gera það. Ég missti þarna út úr mér þetta orð. En við erum almennir borgarar sem þurfum tíma til að vinna mál og þegar sérfræðingar segja okkur að það er ekki ljóst og benda á dómafordæmi sem sýna það að ráðherra gæti verið að brjóta lög við skipan dómara þá þurfum við tíma. Við höfum til 1. júlí til þess að gera það,“ kallaði Jón Þór Ólafsson yfir þingheim.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08