„Þetta á að rannsaka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 12:18 Jón Þór Ólafsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn með vantraustsyfirlýsingu á dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00