Vorum komnir á hættuslóðir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. júní 2017 06:00 Horft fram á veginn. Geir segir að framtíðin í íslenskum handbolta sé björt og nægur efniviður til staðar. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gat leyft sér að anda léttar í gær. Hann var þá búinn að koma strákunum okkar á sitt annað stórmót í röð. Það er langt í næstu leiki og af því tilefni heyrðum við í þjálfaranum, gerðum upp þann tíma sem er liðinn og horfðum til framtíðar. „Ég hef oft sagt að þetta er línudans. Kröfurnar eru þær að við séum á öllum stórmótum. Ég vil ekki að það hljómi neikvætt en mér finnst það vera létt óhugnanlegt hvað það þykir orðið sjálfsagt. Það er langt frá því að vera sjálfsagt miðað við hvernig samkeppnin er í dag. Menn mega ekki detta niður á hælana og gleðin verður líka að vera við völd því það er stórkostlegt afrek að komast á hvert einasta mót,“ segir Geir sem var að taka því rólega áður en hann heldur aftur heim til sín í Þýskalandi. „Þetta er línudans því ég held að það hafi verið öllum ljóst að það hafi dregist of lengi að stuðla að náttúrulegri endurnýjun í liðinu. Ég er ekki að segja að það hafi verið vísvitandi gert. Svona getur gerst þegar land á svona gott landslið með mörgum góðum leikmönnum. Þeir eigna sér stöðurnar og það er erfitt að sjá menn sem eiga að ganga inn í liðið.“Gömlu stóðu fyrir sínu Geir hefur frá því hann tók við liðinu gefið mörgum yngri leikmönnum stærra hlutverk og fyrrverandi varaskeifur til margra ára hafa einnig þurft að stíga upp. „Mér fannst við komnir á hættuslóðir og að þetta yrði að fara að gerast. Ég held að þetta hafi tekist að mörgu leyti vel. Hefði ég getað tekið þetta skrefinu lengra? Ég er ekki svo viss um það. Það var mikið talað um Arnór Atla, Ásgeir Örn, Guðjón Val og Kára Kristján. Ég held að flestir þeirra hafi sýnt með frammistöðu sinni gegn Úkraínu að það var rangt mat að henda þeim út. Þessir drengir skiluðu okkur inn á þessi tvö stórmót,“ segir Geir og bætir við að búið sé að fjölga ungum mönnum. „Í dag erum við með stráka í kringum tvítugsaldurinn sem hafa fengið mikla reynslu. Janus Daði, Arnar Freyr og Ómar Ingi eru búnir með heilt stórmót og með mikla landsliðsreynslu. Á einu ári erum við búnir að halda okkur inni á öllum stórmótum og gefa þessum drengjum tækifæri og þar af fjölga landsliðsmönnum. Mér finnst það vera frábært afrek. Nú er bara eitt markmið og það er að koma okkur aftur í fremstu röð.“Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Úkraínu í fyrradag.vísir/antonVerkefni í áföngum Ísland spilar ekki landsleik aftur fyrr en í október er Svíar koma til þess að spila tvo vináttulandsleiki. Svo er það EM-undirbúningur um áramótin. Geir hefur því tíma til þess að íhuga hvort hann eigi að breyta meiru næst er liðið kemur saman. „Ég hef horft á þetta verkefni í áföngum. Ef við næðum þeim árangri sem við höfum náð núna ætlaði ég að spyrja mig hvort við ættum að taka önnur skref? Fara lengra með einhverja þætti? Ég er þegar byrjaður að spyrja mig að því núna og mun nota sumarið í að finna svör. Það er alltaf skynsamlegt að taka einhver skref en hvaða skref mun ég hugsa um í sumar?“ segir Geir en hann fær hugsanlega einhver svör við því er hann fylgist með unglingalandsliðinu í sumar. Kannski eru menn þar sem hann vill fara að gefa tækifæri. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður með varnarleik liðsins en viðurkennir að sóknarleikurinn mætti vera betri. „Ég taldi mig þurfa að byrja í vörninni og tel að það hafi tekist vel. Það er mjög ánægjulegt að liðið sé búið að ná góðum tökum á 5+1 vörninni eftir að hafa alltaf spilað ýmsar útgáfur af 6/0 vörn. Ég hefði viljað vera kominn lengra í uppsettum sóknarleik,“ segir Geir en hann er líka að reyna að auka samkeppnina í markvarðarstöðunum sem tveir menn hafa einokað. „Við erum leynt og ljóst að gera það. Ég hef verið með 7-8 markmenn inn á æfingum. Ég sagði við markverðina sem komu með til Noregs að ég væri að leita að þriðja markverðinum. Vil fá aukna samkeppni á hina tvo sem eiga ekkert að eiga sætin. Ég er að setja pressu á þá og menn eiga séns á að grípa tækifærið. Ágúst stóð sig best og kom með á æfingar fyrir helgina þar sem hann var flottur. Það eru fleiri að banka.“Skil gagnrýni á Kára Kári Kristján línumaður hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á árinu og fékk lítið að spila gegn Úkraínu. Hver er hans staða? „Ég get tekið undir þá gagnrýni. Hann var með mér fyrir ári síðan og átti mjög flotta fyrstu leiki undir minni stjórn. Síðan hefur hann átt undir högg að sækja og stóð ekki undir mínum væntingum á HM. Ég er mjög ánægður með Kára heilt yfir. Hvernig hann er í hóp og félagslega. Hann skilur mikið eftir sig í hópnum og stundum snýst þetta ekki bara alfarið um það sem gerist á vellinum. Stundum þarf að velja út frá öðru og hann kannski naut þess svolítið. Ég velti þessu fyrir mér og tók ákvörðun á leikdegi um hvort hann ætti að vera með gegn Úkraínu. Ég met hann mikils. Hann gerir allt á fullu en ég skil vel gagnrýnina,“ segir þjálfarinn en hann er ekki í vafa um að framtíð liðsins sé björt. „Hún er mjög björt tel ég. Við erum með fullt af ungum, frábærum leikmönnum og Aron Pálmarsson er að fara inn í sín bestu ár. Það eru enn yngri menn að koma upp og við verðum að vinna vel úr þessu. Efniviðurinn er til staðar.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gat leyft sér að anda léttar í gær. Hann var þá búinn að koma strákunum okkar á sitt annað stórmót í röð. Það er langt í næstu leiki og af því tilefni heyrðum við í þjálfaranum, gerðum upp þann tíma sem er liðinn og horfðum til framtíðar. „Ég hef oft sagt að þetta er línudans. Kröfurnar eru þær að við séum á öllum stórmótum. Ég vil ekki að það hljómi neikvætt en mér finnst það vera létt óhugnanlegt hvað það þykir orðið sjálfsagt. Það er langt frá því að vera sjálfsagt miðað við hvernig samkeppnin er í dag. Menn mega ekki detta niður á hælana og gleðin verður líka að vera við völd því það er stórkostlegt afrek að komast á hvert einasta mót,“ segir Geir sem var að taka því rólega áður en hann heldur aftur heim til sín í Þýskalandi. „Þetta er línudans því ég held að það hafi verið öllum ljóst að það hafi dregist of lengi að stuðla að náttúrulegri endurnýjun í liðinu. Ég er ekki að segja að það hafi verið vísvitandi gert. Svona getur gerst þegar land á svona gott landslið með mörgum góðum leikmönnum. Þeir eigna sér stöðurnar og það er erfitt að sjá menn sem eiga að ganga inn í liðið.“Gömlu stóðu fyrir sínu Geir hefur frá því hann tók við liðinu gefið mörgum yngri leikmönnum stærra hlutverk og fyrrverandi varaskeifur til margra ára hafa einnig þurft að stíga upp. „Mér fannst við komnir á hættuslóðir og að þetta yrði að fara að gerast. Ég held að þetta hafi tekist að mörgu leyti vel. Hefði ég getað tekið þetta skrefinu lengra? Ég er ekki svo viss um það. Það var mikið talað um Arnór Atla, Ásgeir Örn, Guðjón Val og Kára Kristján. Ég held að flestir þeirra hafi sýnt með frammistöðu sinni gegn Úkraínu að það var rangt mat að henda þeim út. Þessir drengir skiluðu okkur inn á þessi tvö stórmót,“ segir Geir og bætir við að búið sé að fjölga ungum mönnum. „Í dag erum við með stráka í kringum tvítugsaldurinn sem hafa fengið mikla reynslu. Janus Daði, Arnar Freyr og Ómar Ingi eru búnir með heilt stórmót og með mikla landsliðsreynslu. Á einu ári erum við búnir að halda okkur inni á öllum stórmótum og gefa þessum drengjum tækifæri og þar af fjölga landsliðsmönnum. Mér finnst það vera frábært afrek. Nú er bara eitt markmið og það er að koma okkur aftur í fremstu röð.“Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Úkraínu í fyrradag.vísir/antonVerkefni í áföngum Ísland spilar ekki landsleik aftur fyrr en í október er Svíar koma til þess að spila tvo vináttulandsleiki. Svo er það EM-undirbúningur um áramótin. Geir hefur því tíma til þess að íhuga hvort hann eigi að breyta meiru næst er liðið kemur saman. „Ég hef horft á þetta verkefni í áföngum. Ef við næðum þeim árangri sem við höfum náð núna ætlaði ég að spyrja mig hvort við ættum að taka önnur skref? Fara lengra með einhverja þætti? Ég er þegar byrjaður að spyrja mig að því núna og mun nota sumarið í að finna svör. Það er alltaf skynsamlegt að taka einhver skref en hvaða skref mun ég hugsa um í sumar?“ segir Geir en hann fær hugsanlega einhver svör við því er hann fylgist með unglingalandsliðinu í sumar. Kannski eru menn þar sem hann vill fara að gefa tækifæri. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður með varnarleik liðsins en viðurkennir að sóknarleikurinn mætti vera betri. „Ég taldi mig þurfa að byrja í vörninni og tel að það hafi tekist vel. Það er mjög ánægjulegt að liðið sé búið að ná góðum tökum á 5+1 vörninni eftir að hafa alltaf spilað ýmsar útgáfur af 6/0 vörn. Ég hefði viljað vera kominn lengra í uppsettum sóknarleik,“ segir Geir en hann er líka að reyna að auka samkeppnina í markvarðarstöðunum sem tveir menn hafa einokað. „Við erum leynt og ljóst að gera það. Ég hef verið með 7-8 markmenn inn á æfingum. Ég sagði við markverðina sem komu með til Noregs að ég væri að leita að þriðja markverðinum. Vil fá aukna samkeppni á hina tvo sem eiga ekkert að eiga sætin. Ég er að setja pressu á þá og menn eiga séns á að grípa tækifærið. Ágúst stóð sig best og kom með á æfingar fyrir helgina þar sem hann var flottur. Það eru fleiri að banka.“Skil gagnrýni á Kára Kári Kristján línumaður hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á árinu og fékk lítið að spila gegn Úkraínu. Hver er hans staða? „Ég get tekið undir þá gagnrýni. Hann var með mér fyrir ári síðan og átti mjög flotta fyrstu leiki undir minni stjórn. Síðan hefur hann átt undir högg að sækja og stóð ekki undir mínum væntingum á HM. Ég er mjög ánægður með Kára heilt yfir. Hvernig hann er í hóp og félagslega. Hann skilur mikið eftir sig í hópnum og stundum snýst þetta ekki bara alfarið um það sem gerist á vellinum. Stundum þarf að velja út frá öðru og hann kannski naut þess svolítið. Ég velti þessu fyrir mér og tók ákvörðun á leikdegi um hvort hann ætti að vera með gegn Úkraínu. Ég met hann mikils. Hann gerir allt á fullu en ég skil vel gagnrýnina,“ segir þjálfarinn en hann er ekki í vafa um að framtíð liðsins sé björt. „Hún er mjög björt tel ég. Við erum með fullt af ungum, frábærum leikmönnum og Aron Pálmarsson er að fara inn í sín bestu ár. Það eru enn yngri menn að koma upp og við verðum að vinna vel úr þessu. Efniviðurinn er til staðar.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sjá meira