Sýknaður af drápinu á Philando Castile Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 10:20 Valerie Castile, móðir Philando, ræðir við fréttamenn eftir niðurstöðu dómsins í gær. Vísir/EPA Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48