Þurfum að nýta heimavöllinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira