Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 13:21 Guðmundur segir bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað. Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira