Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 17:46 Frá EM í Frakklandi í fyrra en Jökullinn logar fjallar um aðdragandann og undirbúninginn fyrir mótið. vísir/vilhelm Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein