Yfirnáttúrulegur kjánahrollur 15. júní 2017 13:00 Það er erfitt að segja til um hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamanmynd, ástarsaga eða eitthvað allt annað. Þökk sé ofurhetjumyndum þá er víst ógurlega vinsælt hjá Hollywood í dag að útbúa tengda bíóheima í von um að útkoman jafngildi peningaprentsmiðju. Aðstandendur Universal-stúdíósins sáu gullið tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt við sígildu, yfirnáttúrulegu skrímslin sem falla undir þeirra hatt, en þeirra á meðal er Frankenstein-skepnan, úlfamaðurinn, ósýnilegi maðurinn, Drakúla og að sjálfsögðu múmían. Planið er nú að framleiða á færibandi nýjar, poppaðar útfærslur á þessum fígúrum undir heitinu „Dark Universe“. Upphaflega átti Dracula Untold (þessi með Þorvaldi Davíð) að vera fyrsta innslagið í þessari seríu, en aðsóknartekjur hennar voru litlar og viðtökur annað en hlýlegar. Þess vegna er komið að Tom Cruise (og Russell Crowe í stóru gestahlutverki) að ýta þessu úr vör. Múmíur í kvikmyndum hafa vissulega tekið á sig ýmiss konar form, reyndar ekki alltaf frambærileg, en það hefði mátt sleppa því að endurlífga þessa. Þessi tiltekna útfærsla múmíunnar lætur fyrstu myndina í seríunni líta út eins og stórbrotna klassík í samanburðinum, en þetta er þó hvorki endurgerð á þeirri mynd né hinni upprunalegu frá 1932. Þú veist þó að þú ert á slæmum stað þegar áhorfandinn er farinn að óska eftir því að Brendan Fraser snúi aftur til að krydda fjörið. Óheflaður áhugi Tom Cruise virðist litlu sem engu bjarga þar sem myndin er skelþunn, frústrerandi, illa skrifuð, hlægileg þegar leikstjórinn tekur sig of alvarlega og í senn býsna niðurdrepandi þegar hann reitir af sér úrelta brandara. Það er margt hægt að afskrifa sem einfaldlega „heilalaust afþreyingarbíó“, en yfirleitt gengur slíkt betur upp ef kvikmyndagerðarfólk er annaðhvort meðvitað um aulaskapinn eða leyfir myndunum að taka sig svo alvarlega að þú hlærð frekar að þeim heldur en með. Í The Mummy er frásögnin ekki bara þvæld heldur hefur leikstjórinn enga hugmynd um hvaða takmark hann hefur sett sér; hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamansöm hrollvekja, ævintýraleg ástarsaga eða löng stikla fyrir komandi stefnur og strauma í þessum Dark Universe myndabálki. Niðurstaðan er sú að reynt er að hræra öllu þessu saman úr handriti sem er hreinn hryllingur út af fyrir sig, en það er stútfullt af kjánalegum samtölum, þreyttum klisjum, aulalegum reddingum og stöðugum útskýringum eða endurtekningum, eins og sé verið að reyna að ná til yngstu krakkanna, eða tala niður til áhorfenda eins og þeir séu krakkar. Á þeim nótum er erfitt að skilja hvers vegna myndin hlaut þau örlög að vera bönnuð innan 16 ára hér á landi.Stórleikarinn Tom Cruise náði víst ekki að gera mikið fyrir myndina þrátt fyrir óheflaðan áhuga.NORDICPHOTOS/AFPÞað er voða vinsælt að hata Cruise, en hvernig sem má gagnrýna fjölbreytni leikarans eða trúarbrögð verður því ekki neitað að hann gefur sig alltaf fram 100 prósent. Hann er sífellt til í að láta tuska sig fram og til baka eða hanga á hverju sem þarf, ef markmiðið snýst um að vera flottur á skjánum. Það getur líka verið ánægjuleg tilbreyting þegar stórstjörnur breyta til og leika skíthæla í stað þess að blása upp „kúlið“. Cruise gerði það í Edge of Tomorrow og endurtekur það sig nokkurn veginn hér, en hluti af fjörinu við Edge of Tomorrow fól í sér að sjá drullusokkinn ítrekað deyja á kómískan máta. Í The Mummy er persóna hans svo gott sem ósigrandi og fara taktarnir að missa marks eftir aðeins nokkrar senur. Auk þess er karakterinn einstaklega sjálfhverfur og óheillandi og því er erfitt að halda með honum. Cruise sóar þeim hæfileikum sem hann hefur, þar sem hann stendur með sama undrandi svipinn alla myndina, en þó er hann í sprækari gír en Annabelle Wallis, einhliða mótleikkona hans. Í sameiningu er eins og takmark þeirra sé að reyna að skapa eins lítið neistaflug og mögulegt er, þótt myndin reyni ítrekað að sannfæra þig um hið þveröfuga. Russell Crowe í hlutverki Dr. Jekylls virðist síðan lítið gera af viti annað en að ofleika, útskýra allt í hel og kynna fyrir áhorfendum hvernig heimurinn á að virka. Leikkonan Sofia Boutella bar sig eins og ósvikinn töffari í Kingsman: The Secret Service og Star Trek Beyond, en reynist vera ákaflega flöt og áhrifalaus hér. Áætlað var að gera múmíuna að skuggalegri og kynþokkafyllri veru, en í staðinn kemur hún einkar hallærislega út. Það er reyndar ekki Boutella að kenna því í þessari mynd er það undantekning ef eitthvað kemur ekki hallærislega út. The Mummy inniheldur lítið af sál eða persónusköpun og stemningin er meira í líkingu við leiðinlega vitleysu þegar mun betur hefði farið henni að vera heilalaust stuð. Keyrsla myndarinnar er hröð, en það eitt og sér getur ekki haldið öllu á flugi, burtséð frá því í hvaða brellu- eða áhættuatriði peningunum hefur verið hent.Niðurstaða: Skelfileg mynd. Illa skrifuð, þunn og þvæld. Hún stefnir á að vera heilalaus afþreying en endar með að vera bara heilalaus. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þökk sé ofurhetjumyndum þá er víst ógurlega vinsælt hjá Hollywood í dag að útbúa tengda bíóheima í von um að útkoman jafngildi peningaprentsmiðju. Aðstandendur Universal-stúdíósins sáu gullið tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt við sígildu, yfirnáttúrulegu skrímslin sem falla undir þeirra hatt, en þeirra á meðal er Frankenstein-skepnan, úlfamaðurinn, ósýnilegi maðurinn, Drakúla og að sjálfsögðu múmían. Planið er nú að framleiða á færibandi nýjar, poppaðar útfærslur á þessum fígúrum undir heitinu „Dark Universe“. Upphaflega átti Dracula Untold (þessi með Þorvaldi Davíð) að vera fyrsta innslagið í þessari seríu, en aðsóknartekjur hennar voru litlar og viðtökur annað en hlýlegar. Þess vegna er komið að Tom Cruise (og Russell Crowe í stóru gestahlutverki) að ýta þessu úr vör. Múmíur í kvikmyndum hafa vissulega tekið á sig ýmiss konar form, reyndar ekki alltaf frambærileg, en það hefði mátt sleppa því að endurlífga þessa. Þessi tiltekna útfærsla múmíunnar lætur fyrstu myndina í seríunni líta út eins og stórbrotna klassík í samanburðinum, en þetta er þó hvorki endurgerð á þeirri mynd né hinni upprunalegu frá 1932. Þú veist þó að þú ert á slæmum stað þegar áhorfandinn er farinn að óska eftir því að Brendan Fraser snúi aftur til að krydda fjörið. Óheflaður áhugi Tom Cruise virðist litlu sem engu bjarga þar sem myndin er skelþunn, frústrerandi, illa skrifuð, hlægileg þegar leikstjórinn tekur sig of alvarlega og í senn býsna niðurdrepandi þegar hann reitir af sér úrelta brandara. Það er margt hægt að afskrifa sem einfaldlega „heilalaust afþreyingarbíó“, en yfirleitt gengur slíkt betur upp ef kvikmyndagerðarfólk er annaðhvort meðvitað um aulaskapinn eða leyfir myndunum að taka sig svo alvarlega að þú hlærð frekar að þeim heldur en með. Í The Mummy er frásögnin ekki bara þvæld heldur hefur leikstjórinn enga hugmynd um hvaða takmark hann hefur sett sér; hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamansöm hrollvekja, ævintýraleg ástarsaga eða löng stikla fyrir komandi stefnur og strauma í þessum Dark Universe myndabálki. Niðurstaðan er sú að reynt er að hræra öllu þessu saman úr handriti sem er hreinn hryllingur út af fyrir sig, en það er stútfullt af kjánalegum samtölum, þreyttum klisjum, aulalegum reddingum og stöðugum útskýringum eða endurtekningum, eins og sé verið að reyna að ná til yngstu krakkanna, eða tala niður til áhorfenda eins og þeir séu krakkar. Á þeim nótum er erfitt að skilja hvers vegna myndin hlaut þau örlög að vera bönnuð innan 16 ára hér á landi.Stórleikarinn Tom Cruise náði víst ekki að gera mikið fyrir myndina þrátt fyrir óheflaðan áhuga.NORDICPHOTOS/AFPÞað er voða vinsælt að hata Cruise, en hvernig sem má gagnrýna fjölbreytni leikarans eða trúarbrögð verður því ekki neitað að hann gefur sig alltaf fram 100 prósent. Hann er sífellt til í að láta tuska sig fram og til baka eða hanga á hverju sem þarf, ef markmiðið snýst um að vera flottur á skjánum. Það getur líka verið ánægjuleg tilbreyting þegar stórstjörnur breyta til og leika skíthæla í stað þess að blása upp „kúlið“. Cruise gerði það í Edge of Tomorrow og endurtekur það sig nokkurn veginn hér, en hluti af fjörinu við Edge of Tomorrow fól í sér að sjá drullusokkinn ítrekað deyja á kómískan máta. Í The Mummy er persóna hans svo gott sem ósigrandi og fara taktarnir að missa marks eftir aðeins nokkrar senur. Auk þess er karakterinn einstaklega sjálfhverfur og óheillandi og því er erfitt að halda með honum. Cruise sóar þeim hæfileikum sem hann hefur, þar sem hann stendur með sama undrandi svipinn alla myndina, en þó er hann í sprækari gír en Annabelle Wallis, einhliða mótleikkona hans. Í sameiningu er eins og takmark þeirra sé að reyna að skapa eins lítið neistaflug og mögulegt er, þótt myndin reyni ítrekað að sannfæra þig um hið þveröfuga. Russell Crowe í hlutverki Dr. Jekylls virðist síðan lítið gera af viti annað en að ofleika, útskýra allt í hel og kynna fyrir áhorfendum hvernig heimurinn á að virka. Leikkonan Sofia Boutella bar sig eins og ósvikinn töffari í Kingsman: The Secret Service og Star Trek Beyond, en reynist vera ákaflega flöt og áhrifalaus hér. Áætlað var að gera múmíuna að skuggalegri og kynþokkafyllri veru, en í staðinn kemur hún einkar hallærislega út. Það er reyndar ekki Boutella að kenna því í þessari mynd er það undantekning ef eitthvað kemur ekki hallærislega út. The Mummy inniheldur lítið af sál eða persónusköpun og stemningin er meira í líkingu við leiðinlega vitleysu þegar mun betur hefði farið henni að vera heilalaust stuð. Keyrsla myndarinnar er hröð, en það eitt og sér getur ekki haldið öllu á flugi, burtséð frá því í hvaða brellu- eða áhættuatriði peningunum hefur verið hent.Niðurstaða: Skelfileg mynd. Illa skrifuð, þunn og þvæld. Hún stefnir á að vera heilalaus afþreying en endar með að vera bara heilalaus.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira