Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 15:57 Ástráður segir að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira