Massakeyrsla, mjúkur töffari og trufluð tónlist 29. júní 2017 11:15 Baby Driver fær toppeinkunn. Ungur og eldklár flóttabílstjóri sem kallar sig Baby er í skuld við glæpamanninn Doc og dreymir um líf þar sem hann er laus við skyldur sínar. Það sem gerir Baby sérstaklega magnaðan undir stýri er hvernig hann leikur bókstaflega eftir eyranu. Hann skipuleggur líf sitt og akstursleiðir eftir tónlistinni sem hann hlustar á. Baby lenti í bílslysi í æsku sem olli sífelldu suði í eyrum hans og notar hann músík allar stundir til þess að drekkja suðinu. Þegar fer aðeins að birta til í lífinu myndar hann náin tengsl við huggulegu þjónustustúlku, Deboru. Að losna úr krimmaheiminum er hins vegar, eðlilega, hægara sagt en gert. Fagmaðurinn Edgar Wright, sem er þekktastur fyrir Cornetto-þríleikinn svokallaða, vinnur úr kunnuglegri uppskrift en af miklum stæl. Hér er hugað að púlsinum og sálinni á sama tíma í léttum og spennandi glæpatrylli. Það sem límir allt saman er hnyttið handrit, rokkandi orka, meiriháttar tónlistarnotkun, flottir leikarar og brakandi fersk stemning alla leið. Það eitt hvernig leikstjórinn vefur saman flóttasenur, adrenalín og músík setur myndina í eins konar sérflokk sem frumlegan, naglharðan en blíðan „eltinga(söng)leik“ og heldur dampi allan tímann. Samsetningin og sér í lagi klippingin er helber snilld, en þetta myndi virka ef Ansel Elgort brilleraði ekki í aðalhlutverkinu. Án vandræða tekst honum að gera hinn fámála Baby að þeim mjúka töffara sem hann á að vera. Hann er viðkunnanlegur, berskjaldaður en í senn klár, sjarmerandi og svo gott sem óstöðvandi með heyrnartólin á. Baby notar tónlist sem ákveðna flóttaleið, í andlegri og bókstaflegri merkingu. Út söguna fylgjumst við með drengnum neyðast til þess að taka fullorðinslegar ákvarðanir þegar haldið er aftur af honum, á meðan hann þráir fátt heitara en að láta sig hverfa með Deboru. Óútreiknanlegu samstarfsfélagarnir þrengja að tilveru drengsins og reynir á hversu fljótur hann er að hugsa.Ansel Elgort stendur sig vel í hlutverki sínu sem Baby.NORDICPHOTOS/AFPMeð hlutverk Deboru fer Lily James og hún fer létt með að bræða áhorfandann með útgeislun sinni og heillandi karakter. Ef það þarf að setja út á eitthvað þá mættu alveg vera fleiri senur með henni. En þau Elgort smella engu að síður nógu krúttlega saman til að áhorfandinn haldi upp á þau. Reyndar hefur hver og einn einasti leikari í myndinni einhverju bitastæðu að bæta við heildina. Persónurnar eru margar klisjukenndar erkitýpur en alls engar pappafígúrur. Og það sakar ekki að það sést að flestir eru að njóta sín í botn. Enginn virðist þó skemmta sér betur en Kevin Spacey, þó Jamie Foxx, Eiza González og Jon Hamm séu líka í dúndurgóðum fíling. Leikstjórinn setur brandara ekki eins mikið í forgrunninn hér og í fyrri myndum, en heildarferill hans sýnir þó fram á að hann hefur masterað afbragðstök á því að setja þroskasögur (sem í flestum tilfellum fela ástarsögu í sér) í poppaðan búning. Baby Driver er þar engin undantekning. Fyrir utan byrjendaverk sitt hefur Wright aldrei gert slaka kvikmynd og með aldrinum hefur hann sýnt fram á vaxandi hæfileika í fjölbreyttum hasar, oftar en ekki af gamla skólanum. Wright og hans teymi útfærir hér glæsilega eltingarleiki og sækir í takta frá myndum eins og The Driver, The French Connection og meira að segja The Blues Brothers á einhvern máta. Leikstjórinn leikur sér auðvitað helling að hraða og byssuhvellum en gælir líka við afleiðingarnar sem fylgja lífsstílnum sem er svo oft sýndur í rómantísku ljósi í bíómyndum. Baby Driver ristir kannski ekki djúpt en það er með ólíkindum hvernig stílbrögð og frásögn Wrights pakka miklum upplýsingum í myndmálið. Það fer enginn rammi til spillis á hnitmiðuðum, snyrtilegum sýningartíma. Þetta er mynd sem kallar eftir fleiru en einu glápi. Heildin er ekki laus við smágalla en hina flippuðu þeysireið hennar er bara of erfitt að standast.Niðurstaða: Stílísk úrvinnsla, rjúkandi orka, flottir leikarar og æðisleg stemning. Erfitt verður að finna ferskari mynd í sumar. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ungur og eldklár flóttabílstjóri sem kallar sig Baby er í skuld við glæpamanninn Doc og dreymir um líf þar sem hann er laus við skyldur sínar. Það sem gerir Baby sérstaklega magnaðan undir stýri er hvernig hann leikur bókstaflega eftir eyranu. Hann skipuleggur líf sitt og akstursleiðir eftir tónlistinni sem hann hlustar á. Baby lenti í bílslysi í æsku sem olli sífelldu suði í eyrum hans og notar hann músík allar stundir til þess að drekkja suðinu. Þegar fer aðeins að birta til í lífinu myndar hann náin tengsl við huggulegu þjónustustúlku, Deboru. Að losna úr krimmaheiminum er hins vegar, eðlilega, hægara sagt en gert. Fagmaðurinn Edgar Wright, sem er þekktastur fyrir Cornetto-þríleikinn svokallaða, vinnur úr kunnuglegri uppskrift en af miklum stæl. Hér er hugað að púlsinum og sálinni á sama tíma í léttum og spennandi glæpatrylli. Það sem límir allt saman er hnyttið handrit, rokkandi orka, meiriháttar tónlistarnotkun, flottir leikarar og brakandi fersk stemning alla leið. Það eitt hvernig leikstjórinn vefur saman flóttasenur, adrenalín og músík setur myndina í eins konar sérflokk sem frumlegan, naglharðan en blíðan „eltinga(söng)leik“ og heldur dampi allan tímann. Samsetningin og sér í lagi klippingin er helber snilld, en þetta myndi virka ef Ansel Elgort brilleraði ekki í aðalhlutverkinu. Án vandræða tekst honum að gera hinn fámála Baby að þeim mjúka töffara sem hann á að vera. Hann er viðkunnanlegur, berskjaldaður en í senn klár, sjarmerandi og svo gott sem óstöðvandi með heyrnartólin á. Baby notar tónlist sem ákveðna flóttaleið, í andlegri og bókstaflegri merkingu. Út söguna fylgjumst við með drengnum neyðast til þess að taka fullorðinslegar ákvarðanir þegar haldið er aftur af honum, á meðan hann þráir fátt heitara en að láta sig hverfa með Deboru. Óútreiknanlegu samstarfsfélagarnir þrengja að tilveru drengsins og reynir á hversu fljótur hann er að hugsa.Ansel Elgort stendur sig vel í hlutverki sínu sem Baby.NORDICPHOTOS/AFPMeð hlutverk Deboru fer Lily James og hún fer létt með að bræða áhorfandann með útgeislun sinni og heillandi karakter. Ef það þarf að setja út á eitthvað þá mættu alveg vera fleiri senur með henni. En þau Elgort smella engu að síður nógu krúttlega saman til að áhorfandinn haldi upp á þau. Reyndar hefur hver og einn einasti leikari í myndinni einhverju bitastæðu að bæta við heildina. Persónurnar eru margar klisjukenndar erkitýpur en alls engar pappafígúrur. Og það sakar ekki að það sést að flestir eru að njóta sín í botn. Enginn virðist þó skemmta sér betur en Kevin Spacey, þó Jamie Foxx, Eiza González og Jon Hamm séu líka í dúndurgóðum fíling. Leikstjórinn setur brandara ekki eins mikið í forgrunninn hér og í fyrri myndum, en heildarferill hans sýnir þó fram á að hann hefur masterað afbragðstök á því að setja þroskasögur (sem í flestum tilfellum fela ástarsögu í sér) í poppaðan búning. Baby Driver er þar engin undantekning. Fyrir utan byrjendaverk sitt hefur Wright aldrei gert slaka kvikmynd og með aldrinum hefur hann sýnt fram á vaxandi hæfileika í fjölbreyttum hasar, oftar en ekki af gamla skólanum. Wright og hans teymi útfærir hér glæsilega eltingarleiki og sækir í takta frá myndum eins og The Driver, The French Connection og meira að segja The Blues Brothers á einhvern máta. Leikstjórinn leikur sér auðvitað helling að hraða og byssuhvellum en gælir líka við afleiðingarnar sem fylgja lífsstílnum sem er svo oft sýndur í rómantísku ljósi í bíómyndum. Baby Driver ristir kannski ekki djúpt en það er með ólíkindum hvernig stílbrögð og frásögn Wrights pakka miklum upplýsingum í myndmálið. Það fer enginn rammi til spillis á hnitmiðuðum, snyrtilegum sýningartíma. Þetta er mynd sem kallar eftir fleiru en einu glápi. Heildin er ekki laus við smágalla en hina flippuðu þeysireið hennar er bara of erfitt að standast.Niðurstaða: Stílísk úrvinnsla, rjúkandi orka, flottir leikarar og æðisleg stemning. Erfitt verður að finna ferskari mynd í sumar.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira