Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 15:45 Boaty McBoatface getur kafað undir ís og farið niður á allt að 6.000 metra dýpi. Vísir/AFP Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira