Að læsa og henda lyklinum Bjarni Karlsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun
Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun