Facebook eflir eftirlit með skilaboðum öfgamanna í kjölfar árásanna í Bretlandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 08:28 Facebook lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/Getty Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land. Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land.
Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13