Freyr: Var orðinn svolítið örvinglaður áður en ég sá ljósið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 09:45 Freyr Alexandersson kveðst mjög spenntur fyrir að fara með þetta lið á EM. vísir/anton brink Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11