Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 11:36 Rick Perry er einn fjölda bandarískra íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11